- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Flestra augu beinast að umspili karla og kvenna

Brynjar Jökull Guðmundsson ólympíufari og línumaður Víkings á auðum sjó. Hann verður með félögum sínum í oddaleiknum við Fjölni í Safamýri í dag. Mynd/Guðmundur Jakobsson
- Auglýsing -

Augu handknattleiksáhugafólks munu beinast að umspili Olísdeildar karla og kvenna í dag enda geta úrslit ráðist í þeim báðum. Víkingur og Fjölnir mætast í oddaleik í Safamýri klukkan 14 í umspili Olísdeildar karla. Úrslit fjórða leiksins réðust ekki fyrr en eftir bráðabana í vítakeppni. Ekkert verður gefið eftir í Safamýri í dag.

Gríðarleg eftirvænting

Gríðarleg eftirvænting ríkir fyrir leiknum og eru á fjórða hundrað miðar þegar seldir í gegnum Stubb þegar þetta er ritað að morgni keppnisdags. Reikna má með að fullt verði út úr dyrum í Safamýri og eins gott að mæta tímanlega.

Yfir í Skógarsel

Klukkan 19 í kvöld tekur við fjórði leikur í umspili Olísdeildar kvenna i Skógarseli. ÍR, sem unnið hefur tvo leiki í rimmunni, tekur á móti Selfossi sem er með einn sigur í farteskinu. Leikir ÍR og Selfoss hafa ekki síður verið skemmtilegir og spennandi en viðureignir Fjölnis og Víkings.

Ef ÍR vinnur leikinn í kvöld leikur liðið í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð. Takist Selfossliðinu að vinna verður staðan jöfn í rimmunni í vinningum talið, 2:2. Þá mun verða oddaleikur á Selfossi á miðvikudagskvöld.

Kvöldmatur og leikur

„Búist er við margmenni og því er gott að vera snemma á ferðinni. Húsið opnar 18:00 og er kjörið tækifæri að taka kvöldmatinn í Skógarseli en grillaðir verða hamborgarar fyrir leik,“ segir í tilkynningu ÍR vegna leiksins og er svo sannarlega rétt að taka ÍR-inga á orðinu í þetta skiptið enda hefur aðsókn verið frábær á leiki liðanna til þessa og mun aðeins verða meiri í dag. M.a. má nefna að fullt hús var á þriðja leik liðanna í Sethöllinni á miðvikudagskvöld.

Á milli umspilsleikjanna mætast ÍBV og FH öðru sinni í undanúrslitum Olísdeildar karla í Vestmannaeyjum. ÍBV vann fyrsta leikinn sem fram fór í Kaplakrika á fimmtudagskvöld, 31:27.

Leikir dagsins

Umspil Olísdeildar karla, oddaleikur:
Safamýri: Víkingur – Fjölnir (2:2), kl. 14.
Umspil Olísdeildar kvenna, fjórði leikur:
Skógarsel: ÍR – Selfoss (2:1), kl. 19.

Handbolti.is hefur verið með textalýsingar frá öllum leikjum umspils karla og kvenna til þessa og slær ekki slöku við í dag og í kvöld.

Olísdeild karla, undanúrslit, annar leikur:
Vestmannaeyjar: ÍBV – FH (1:0), kl. 17 – sýndur á Stöð2sport.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -