Önnur viðureign Hauka og Aftureldingar í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Vettvangurinn færist yfir á Ásvelli í Hafnarfirði eftir sigur Mosfellinga í fyrsta leiknum á Varmá á föstudagskvöld, 28:24. Sjö mörk í röð í síðari hálfleik lagði grunn að sigrinum.
Flautað verður til leiks á Ásvöllum klukkan 19.30 í kvöld. Ekki er úr vegi að mæta tímanlega ef aðsóknin verður jafngóð eða betri en á fyrsta leikinn á Varmá.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að ná sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í hinu einvígi undanúrslitanna er 2:0 fyrir ÍBV í leikjum talið gegn FH.
Olísdeild karla, undanúrslit, annar leikur:
Ásvellir: Haukar – Afturelding (0:1), kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.