- Auglýsing -
Valur og Afturelding mætast í þriðja sinn í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Að þessu sinni leiða liðin saman hesta sína í N1-höllinni á Hlíðarenda. Hafist verður handa við leik klukkan 19.30.
Liðin hafa unnið sinn leikinn hvort. Valur vann eftir framlengingu, 35:33, fyrir viku. Aftureldingarmenn svörðu fyrir á þriðjudaginn með öruggum sigri, 31:23, í leik þar sem Valsliðið var langt frá sínu besta.
Vinna þarf þrjár viðureignir og vegna þess er mikilvægt að hafa náð frumkvæði í einvíginu eftir þriðju viðureignina.
Olísdeild karla, undanúrslit, þriðji leikur:
N1-höllin: Valur – Afturelding (1:1), kl. 19.30.
- Leikurinn verður sendur út á Handboltapassanum. Einnig verður stöðuuppfærsla á handbolti.is
- Auglýsing -