Íslands-, deildar- og bikarmeistarar Vals og KA mætast í meistarakeppni karla í handknattleik í Origohöllinni við Hlíðarenda í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.
Viðureignin í meistarakeppninni markar upphaf Íslandsmótsins hvert ár en þá leiða saman hesta sína Íslands- og bikarmeistarar undangengis tímabils. Vegna þess að Valur er handhafi beggja titla kemur það í hlut KA, sem lék til úrslita í bikarkeppninni í mars, að mæta til leiks gegn meistaraliðinu.
Miðasala á leikinn í dag fer fram á smáforritinu Stubbur.
Handbolti.is verður á leiknum og verður með textalýsingu.
Ragnarmótið leitt til lykta
Síðustu leikir Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna fara fram í Sethöllinni á Selfossi í dag. Síðari viðureignin, verður á milli Selfoss og Fram. Hún ræður úrslitum um hvort liðið vinnur mótið. Fram hefur þegar fjögur stig eftir tvo leiki en Selfoss er með þrjú stig.
Kl. 12: Stjarnan – ÍBV.
Kl. 14: Selfoss – Fram.
Hægt verður að fylgjast með leikjum Ragnarsmótsins á Selfosstv. Einnig verður aðgangur ókeypis á leikina.
Keppni í Olísdeild karla hefst á fimmtudaginn, 8. september, með fjórum leikjum.
Fram – Selfoss, kl. 18.
Grótta – ÍR, kl. 19.30.
Afturelding – Valur, kl. 19.30.
FH – Stjarnan, kl. 19.40.
Einn leikur verður á föstudaginn. Haukar og KA eigast við á Ásvöllum kl. 19.30.
Sjötta leik umferðarinnar, viðureign ÍBV og Harðar, var frestað fram í byrjun október vegna þátttöku ÍBV í Evrópubikarkeppninni um næstu helgi.