- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Kapphlaup um þriðja til áttunda sæti

Leikmenn FH og Stjörnunnar verða á fullri ferð í kvöld. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Lokaumferð Olísdeildar karla verður leikin í kvöld. Ljóst er hvaða átta lið taka þátt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar eru öruggir um efsta sæti og hafa fyrir nokkru fengið afhent sigurlaunin fyrir sigur í Olísdeildinni. Haukar mæta þar með liðinu sem hafnar í áttunda sæti. Ekkert getur komið í veg fyrir að FH-ingar hafni í öðru sæti og leiki við liðið í sjöunda sæti.

Erfitt er að segja í hvaða röð liðin hafna sem eru nú í þriðja til áttunda sæti. Aðeins munar tveimur stigum á Stjörnunni og Vals sem eru í þriðja til fjórða sæti með 25 stig og Aftureldingu sem er í áttunda sæti. Takist Stjörnunni að tryggja sér þriðja sætið verður það besti árangur félagsins á Íslandsmótinu í karlaflokki.

Olísdeild karla – lokaumferðin:

TM-höllin: Stjarnan – Fram, kl. 19.30 – sýndur á 201tv.
Kaplakriki: FH – ÍBV, kl. 19.30 – sýndur á Stöð 2 Sport.
Hertzhöllin: Grótta – Selfoss, kl. 19.30 – sýndur á Gróttatv.
Varmá: Afturelding – Valur, kl. 19.30 – sýndur á Stöð 2 Sport.
KA-heimilið: KA – Þór, kl. 19.30 – sýndur á KAtv.
Schenkerhöllin: Haukar – ÍR, kl. 19.30 – sýndur á Haukartv.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -