Stjarnan og Haukar mætast í kvöld jafnt í Olísdeild kvenna og í Olísdeild karla. Kvennaliðin eigast við á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 18. Tveimur stundum síðar verða karlalið félaganna í sviðsljósinu í Hekluhöllinni í Garðabæ.
Haukar er í fjórða sæti Olísdeildar karla með 20 stig að loknum 17 leikjum. Stjarnan er tveimur stigum á eftir.
Bæði lið Hauka taka þátt í Evrópukeppni á laugardaginn. Karlalið Hauka leggur af stað í fyrramálið til Slóveníu. Kvennalið Hauka býr sig undir síðari viðureignina við Hazena Kynzvart frá Tékklandi sem fram fer á Ásvöllum síðdegis á laugardaginn.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna:
Ásvellir: Haukar – Stjarnan, kl. 18.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Olísdeild karla:
Hekluhöllin: Stjarnan – Haukar, kl. 20.
Báðir leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.