- Auglýsing -
Áfram verður leikið á Ragnarsmóti karla og kvenna í handknattleik í kvöld. Einnig koma Þórsarar suður frá Akureyri og mæta Haukum á Hafnarfjarðarmóti karla í Kaplakrika. Þór gerir stans í Hafnarfirði vegna þess að á morgun mætir Þór liði FH í síðasta leik Hafnarfjarðarmótsins, laugardag, kl. 12 í Kaplakrika.
Leikir kvöldsins
Ragnarsmót karla:
Sethöllin: HK – Víkingur, kl. 18.
Ragnarsmót kvenna:
Sehöllin: Víkingur – Afturelding, kl. 20.15.
Hafnarfjarðarmót karla:
Kaplakriki: Haukar – Þór, kl. 19.
Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum. Einnig verður HBStatz á vaktinni með stöðuuppfærslur sem m.a. verður aðgengileg á forsíðu handbolti.is.
- Auglýsing -