Íslandsmótið í handknattleik er komið á fulla ferð í upphafi ársins. Í gær fóru fram þrír leikir í Olísdeild kvenna. Áfram verður haldið við kappleiki í deildinni í dag þegar ÍR-ingar mæta til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.
Einnig taka leikmenn Grill 66-deildar kvenna upp þráðinn í dag eftir langt hlé. Átta af tíu liðum deildarinn mæta til leiks en efsta liðið, KA/Þór, leikur ekki fyrr en annað kvöld þegar það mætir Fram2 í Úlfarsárdal.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna, 10. umferð:
Vestmannaeyjar: ÍBV – ÍR, kl. 14.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild kvenna, 10. umferð:
Safamýri: Víkingur – Berserkir, kl. 16.
Ásvellir: Haukar2 – Afturelding, kl. 16.
Fjölnishöllin: Fjölnir – HK, kl. 16.
Kaplakriki: FH – Valur2, kl. 16.15.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
2. deild karla:
Hertzhöllin: Grótta2 – Þór A2, kl. 12.30.
Staðan í 2. deild.