Síðasti leikur 19. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik fer fram í Vestmannaeyjum þegar Selfoss sækir ÍBV heim í íþróttamiðstöðina klukkan 14. Selfoss getur endurheimt fjórða sæti Olísdeildar með sigri. Takist ÍBV að vinna leikinn fer liðið upp í sjötta sæti og sendir Stjörnuna niður í umspilssætið, það sjöunda.
Einnig verður leikið í Grill 66-deild karla í dag.
Stórleikur verður á Ásvöllum í dag þegar Haukar mæta HC Izvidac frá Bosníu í fyrri umferð átta liða úrslita Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Flautað verður til leiks klukkan 16. Síðari leikurinn verður í Bosníu eftir viku.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss, kl. 14.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla:
Ásvellir: Haukar2 – Valur2, kl. 13.15.
Sethöllin: Selfoss – Fram2, kl. 16.15.
Ísafjörður: Hörður – Víkingur, kl. 16.15.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Evrópubikarkeppni karla, 8-liða úrslit, fyrri leikur:
Ásvellir: Haukar – HC Izvidac, kl. 16.