Átta liða úrslit Powerade bikarkeppninnar í handknattleik hefjast í kvöld. Einn leikur er á dagskrá en þrír eiga að fara fram á morgun. Selfoss og HK mætast í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti Olísdeildar. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Einnig taka Valsmenn upp þráðinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Þeir eru mættir galvaskir til Flensburg og tilbúnir að mæta hinu sterka liði Flensburg sem m.a. hefur innan sinna raða Teit Örn Einarsson. Fjórar umferðir eru eftir í riðlakeppninni og verður þeim lokið fyrir lok febrúar.
Powerade bikar kvenna, 8-liða úrslit:
Sethöllin: Selfoss – HK, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.
Evrópudeild karla, riðlakeppni:
Flens-Arena: Flensburg – Valur, kl. 19.45 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í B-riðli:
Flensburg | 6 | 5 | 0 | 1 | 208 – 179 | 10 |
Ystads | 6 | 4 | 0 | 2 | 190 – 186 | 8 |
PAUC | 6 | 3 | 0 | 3 | 189 – 187 | 6 |
Valur | 6 | 2 | 1 | 3 | 198 – 202 | 5 |
Benidorm | 6 | 2 | 0 | 4 | 184 – 198 | 4 |
FTC | 6 | 1 | 1 | 4 | 201 – 218 | 3 |