Ragnarsmót kvenna í handknattleik verður til lykta leitt í kvöld með tveimur síðustu leikjunum sem fram fara í Sethöllinni á Selfossi. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 og sú síðari tveimur stundum síðar. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu nokkuð örugglega.
Leikir 3. og síðustu umferðar í Sethöllinni, Selfossi:
Klukkan 18: Selfoss – Stjarnan.
Klukkan 20: Valur – Afturelding.
Staðan.
Eftir síðari leikinn í kvöld verða að vanda veitt verðlaun til sigurliðsins og til þeirra leikmanna sem sköruðu framúr.
Ókeypis aðgangur verður á leikina í Sethöllinni en góð aðsókn var á viðureignirnar á mánudaginn og í gærkvöld.
Að vanda stendur Selfoss TV á vaktina og sendir út báða leikina á youtuberás sinni. Ragnarsmótið er nú haldið í 35. sinn.
Sjá einnig:
Afturelding og Valur fóru vel af stað á Selfossi
Stórsigur Vals á Stjörnunni – Heimaliðið sterkara