- Auglýsing -
Síðasti leikur ársins á Íslandsmótinu í handknattleik fer fram í Hekluhöllinni í Garðabæ í dag. Klukkan 12 hefja þar leik Stjarnan, sem er neðst í deildinni með 1 stig eftir 10 leiki, og Fram sem situr í fjórða sæti með 11 stig. Hvernig sem leikurinn fer er ljóst að staða liðanna í deildinni mun ekkert breytast.
Olísdeild kvenna, 11.umferð:
Hekluhöllin: Stjarnan – Fram, kl. 12.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Leikurinn verður sendur út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leiknum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.
- Auglýsing -


