- Auglýsing -
Sjöunda umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik hefst í dag með tveimur viðureignum. Einnig standa vonir til þess að mögulegt verði að síðasta viðureign áttundu umferðar Olísdeildar kvenna geti farið fram en leiknum var frestað í gær. Um er að ræða leik Fram og ÍBV.
Grill 66-deild kvenna:
Hertzhöllin: Grótta – Fram 2, kl. 15.30.
Lambhagahöllin: Valur 2 – FH, kl. 18.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Olísdeild kvenna:
Lambhagahöllin: Fram – ÍBV, kl. 18.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Leikir dagsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.
Vináttuleikur karlalandsliða:
München: Þýskaland – Ísland, kl. 16.15.
-leikurinn verður í beinni útsendingu RÚV. Einnig verður textalýsing á handbolti.is.
- Auglýsing -



