Tveir síðari leikir 10. umferðar Grill 66-deildar karla í handknattleik fara fram í dag. Þar á meðal er stórleikur í Höllinni á Akureyri þegar Víkingar sækja Þórsara heim. Flautað verður til leiks klukkan 16. Þórsarar eiga harma að hefna eftir eins marks tap, 32:31, í Safamýri í upphafsleik deildarinnar föstudaginn 20. september. Það er eina tap Þórsara í deildinni til þessa.
Víkingur og Þór er jöfn að stigum í deildinni fyrir leikinn. Hvort liðanna er með 12 stig. Þór að loknum sjö leikjum en Víkingar eiga átta viðureignir að baki.
Grill 66-deild karla:
Vestmannaeyjar: HBH – Valur2, kl. 15.45.
Höllin Ak.: Þór – Víkingur kl. 16.
Báðir leikir verða sendir út á Handboltapassanum.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Sjá einnig: Selfoss-liðið sterkara á endasprettinum – Hörður lagði Fram á Torfnesi