- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur er hættur í Japan – tekur við landsliði Króata

Dagur Sigurðsson fagnar í kappleik með japanska landsliðinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Dagur Sigurðsson er hættur þjálfun japanska karlalandsliðsins í handknattleik. Hann mun hafa tilkynnt japanska handknattleikssambandinu uppsögn sína 3. febrúar. Vísir segir frá þessu í morgun og segir japanska handknattleikssambandið staðfesta að svona sé komið málum. Athyglisvert er að Dagur sagði upp samningi sínum í Japan þremur dögum áður en Goran Pekovac var leystur frá störfum hjá króatíska landsliðinu.

Fréttamiðilinn 24sata.hr segir að samkomulag liggi fyrir á milli Dags og króatíska handknattleikssambandsins um að hann taki við þjálfun karlalandsliðsins.

Dagur tók við þjálfun japanska landsliðsins snemma árs 2017 eftir að hafa hætt þjálfun þýska karlalandsliðsins.

Í fyrradag bárust fregnir af því að Dagur ætti í viðræðum við króatíska handknattleikssambandið um þjálfun karlalandsliðsins og taka við af Goran Perkovac sem vikið var úr starfi á dögunum.

Dagur var með samning við japanska handknattleikssambandið um að þjálfa landsliðið fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í París og Lille í júlí og ágúst. Hann stýrði japanska landsliðinu til sigurs í Asíuhluta forkeppni Ólympíuleikanna í nóvember.

Vísir segir að í tilkynningu japanska handknattleikssambandsins gæti gremju í garð Dags að hverfa svo skyndilega frá borði áður en samningurinn hefur gengið út. Unnið verði hratt að því að leita eftirmanns enda er í mörg horn að líta í aðdraganda Ólympíuleika.

Í ljósi þessara tíðinda bendir margt til þess að Dagur verði ráðinn þjálfari karlalandsliðs Króatíu á næstu dögum og verði fyrsti útlendingur í einu heitasta landsliðsþjálfarasæti í evrópskum landsliða handknattleik. Framundan hjá króatíska landsliðinu er þátttaka í forkeppni Ólympíuleikanna 14. til 17. mars þegar leikið verður við Alsír, Austurríki og Þýskaland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -