Franska liðið Montpellier með Akureyringinn Dag Gautason innan sinna raða leikur til úrslita í Evrópudeildinni í handknattleik karla á morgun gegn þýska liðinu Flensburg.
Montpellier lagði THW Kiel, 32:31, í síðari undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar í Barclays Arena í Hamborg nú síðdegis.
Hesham Elsayed Moham skoraði sigurmark Montpellier á síðustu sekúndum viðureignarinnar.
Þýsku liðin MT Melsungen og THW Kiel mætast í leiknum um þriðja sætið fyrir úrslitaleik Montpellier og Flensburg á morgun.
Dagur skoraði ekki mark fyrir Montpellier í undanúrslitaleiknum. Montpellier getur unnið annan bikar á einni viku en um síðustu helgi vann liðið frönsku bikarkeppnina.
Svíinn Sebastian Karlsson skoraði átta mörk fyrir Montpellier og fyrrgreindum Moham var næstur með sjö mörk.
Eric Johansson og Lukas Zerbe skoruðu sjö mörk hvor fyrir THW Kiel.
Flensburg vann MT Melsungen, 35:34, í fyrri undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar í dag.
SELFIE-FINALIST! @mhbofficiel#ehfel #elm #handball #ehffinals pic.twitter.com/SRwHv4Jdxp
— EHF European League (@ehfel_official) May 24, 2025