- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur tekur formlega við króatíska landsliðinu á morgun

Dagur Sigurðsson verður formlega ráðinn landsliðsþjálfari Króata á morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Formlega verður tilkynnt um ráðningu Dags Sigurðssonar í starf landsliðsþjálfara Króata í handknattleik karla á morgun. Króatíska handknattleikssambandið hefur boðað til fréttamannafundar rétt fyrir hádegið. Fyllyrt er í króatískum fjölmiðlum í kvöld að Dagur hafi þegar skrifað undir fjögurra ára samning um þjálfun króatíska karlalandsliðsins.

Dagur verður fyrsti útlendingurinn til að þjálfa króatíska karlalandsliðið eftir að Króatía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu árið 1991.

Miklar kröfur er gerðar til króatíska karlalandsliðsins í handknattleik. Það vann lengi vel til verðlauna á flestum stórmótum en frá 2016 hefur það komið tómhent frá hverju mótinu á fætur öðru, HM, EM og Ólympíuleikum.

Goran Perkovac sem stýrði Króötum á EM í Þýskalandi í janúar var látinn taka pokann sinn eftir mótið. Hann var 10 mánuði í starfi.

Forkeppni ÓL eftir 12 daga

Fyrsta verkefni Dags hjá króatíska landsliðinu verður þátttaka í forkeppni Ólympíuleikanna 11. – 14. mars. Með Króötum verða Þjóðverjar, Alsírbúa og Austurríkismenn í riðli sem leikinn verður í Hannover. Tvö lið fara áfram á Ólympíuleikana í París í sumar.

Krótíska landsliðið verður fjórða landsliðið sem Dagur þjálfar. Hann þjálfaði austurríska landsliðið frá 2008 til 2010, þýska landsliðið frá 2014 til 2017 og síðan það japanska frá 2017 og þar til hann sagði upp í byrjun febrúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -