- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Freyr sló Aron Dag og félaga út af laginu

Lið Guif leiktíðina 2020/2021. Daníel Freyr Andrésson er í miðri neðstu röðinni í peysu númer 16. Mynd/Guif
- Auglýsing -

Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson átti afar góðan leik á bak við sterka vörn Guif-liðsins í kvöld þegar Guif lagði Alingsås, 25:21, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðin mættust í Eskilstuna. Guif lagði grunn að sigrinum í fyrri hálfleik en að honum loknum var munurinn sjö mörk, 12:5. Sóknarleikur Alingsås var í molum í fyrri hálfleik eins og tölurnar gefa til kynna.

Daníel Freyr varði 11 skot í leiknum sem lagði sig út á 39,5% hlutfallsmarkvörslu.

Aron Dagur Pálsson skoraði tvö af mörkum Alingsås, átti þrjár stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli.

Eftir sigurinn í kvöld er Guif í 11. sæti af 15 liðum deildarinnar með 12 stig að loknum 15 leikjum. Aingsås er fallið niður í fimmta sæti, með 19 stig þegar 15 leikir eru að baki. Malmö er efst með 23 stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -