- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir bíða spenntir – Svíar geta farið áfram í kvöld

Rikke Iversen undrandi á svip eftir tap danska landsliðsins fyrir japanska landsliðinu í milliriðlakeppni HM í fyrrakvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir bíða spenntir eftir leiknum við Pólverja í Herning í kvöld í milliriðli tvö. Eftir tap fyrir Japan í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar, 27:26, mega Danir vart við öðru tapi í kvöld ef þeir ætla sér að komast í átta liða úrslit. Danska landsliðið var í mesta basli með Serbíu í riðlakeppninni og því kvíða margir leiksins í kvöld. Pólverjar unnu Serba naumlega í fyrrakvöld, 22:21.

Það yrði ekki aðeins mikið áfall fyrir danskan handknattleik heldur mótahaldið ef Danir skila sér ekki í átta liða úrslit því allir leikir frá og með átta liða úrslitum fara fram í Herning á Jótlandi.


Danska landsliðið mætir Þýskalandi í lokaumferð annars riðils á mánudagskvöldið. Danir eru alltaf með smá hnút í maga þegar þeir standa frammi fyrir landsleikjum við frændþjóðina í suðri.

Svíar geta tryggt sér sæti í átta liða úrslitum í kvöld takist þeim að leggja Ungverja í Scandinavium íþróttahöllinni í Gautaborg.

Sænska landsliðið hefur verið mjög sannfærandi á mótinu og svolítið siglt undir radarinn hjá mörgum þeim sem velta fyrir sér lið hvaða þjóða gætu öðlast sæti í undanúrslitum.

Íslenska landsliðið lék við Ungverja í vor í umspili um sæti á HM og tapaði eftir ágæta frammistöðu. Ungverska landsliðið vann Senegal í fyrrakvöld, 30:20. Í kjölfarið lagði Svíþjóð lánlaust landslið Kamerún, 37:13.

Svíar mæta Svartfellingum í síðustu umferð milliriðils eitt á þriðjudaginn. Svartfellingar töpuðu í fyrrakvöld fyrir Króötum, 26:25. Marta Batinović aðalmarkvörður landsliðs Svartfjallalands sleit krossband í leiknum og verður ekki meira með á mótinu. Meiðsli hennar eru mikið áfall fyrir landslið Svartfellinga enda er Batinović reyndasti og besti markvörður liðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -