- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Danir lögðu Norðmenn – Færeyingar töpuðu naumlega

- Auglýsing -

Heimsmeistarar Danmerkur unnu sannfærandi sigur á Norðmönnum, 38:33, í fyrstu umferð fjögurra þjóða móts í Þrándheimi í kvöld. Í hinni viðureign mótsins sigraði Holland landslið Færeyja, 30:29, í jafnari leik.

Mótinu verður framhaldið á laugardaginn þegar Noregur og Færeyjar mætast og Danir og Hollendingar.

Spöruðu púðrið í síðari hálfleik

Danska landsliðið sýndi styrk sinn í fyrri hálfleik gegn norska landsliðinu. Danir voru sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. Þeir héldu síðan sjó í síðari hálfleik og spöruðu púðrið sem þeir frekast máttu.

Sander Sagosen skoraði níu mörk fyrir Noreg og Kasper Thorsen Lien gerði sex mörk. Simon Pytlick var markahæstur í danska landsliðinu með níu mörk. Mathias Gidsel var næstur með átta mörk.

Vantaði Steins og Smits

Hollenska liðið var án Luc Steins og Kay Smits gegn Færeyingum. Engu að síður tókst Hollendingum að merja sigur, 30:29. Lars Kooji var markahæstur með níu mörk. Dani Baijens skoraði sex mörk.

Hákun West Av Teigum, Óli Mittún og Elias Ellefsen á Skipagøtu voru markahæstir í færeyska liðinu með sex mörk hver. Óli átti einnig sex stoðsendingar. Allan Norðberg var í hópnum en skoraði ekki mark.

Hollendingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -