Dánjal Ragnarsson er ganga til liðs við Íslandsmeistara Fram í handknattleik. Þetta herma heimildir Handkastsins þar sem ennfremur segir að Færeyingurinn sé þegar byrjaður að æfa með Fram-liðinu í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal.
Dánjal þekkir vel til í íslenskum handknattleik. Hann lék við góðan orðstír með ÍBV frá 2021 til ársloka 2023. Þá fór hann aftur heim til Færeyja og hefur síðan verið í herbúðum VÍF í Vestmanna og vann m.a. bikarkeppnina í Færeyjum vorið.
Færeyingurinn kveður ÍBV á laugardaginn
Í vor samdi Dánjal á ný við uppeldisfélag sitt Neistan í Þórshöfn eins og handbolti.is sagði m.a. frá.
Talsverð afföll hafa orðið á leikmannahópi Fram frá því að liðið varð Íslandsmeistari í maí eftir sigur á Val í úrslitaeinvígi.
Reynir Þór Stefánsson, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Tryggvi Garðar Jónsson hafa samið við félagslið í Evrópu auk þess sem enn hefur ekki verið opinberað hvort varnarjaxlinn Magnús Øder Einarsson ætlar að halda áfram eða draga saman seglin.
Dánjal skoraði 500. Evrópumark ÍBV