- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danmörk mætir Brasilíu – Alfreð og félagar glíma við Portúgala

Brasilíumenn fagna eftir sigur á Spánverjum á HM í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmeistarar Danmerkur mæta Brasilíumönnum í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Bærum í Noregi á þriðjudaginn, væntanlega klukkan 19.30. Þá er ljóst að Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu leika gegn Portúgal í hinni viðureign átta liða úrslitanna í Bærum á þriðjudag. Portúgal og Brasilía unnu viðureignir sínar í dag og í kvöld í lokaumferð þriðja millriðils og raðast í tvö efstu sætin.

Aldrei fyrr

Hvorki Brasilía né Portúgal hafa áður verið í átta liða úrslitum á HM í karlaflokki.

Portúgal vann stórsigur á Chilebúum, 46:22, og höfnuðu í efsta sæti riðilsins. Spánn lauk keppni á móti mikilla vonbrigða með eins marks tapi fyrir Brasilíu, 26:25.

Saga til næsta bæjar

Spánverjar hafa þar með mátt játa sig sigraða í leikjum gegn Portúgal og Brasilíu á sama heimsmeistaramótinu sem er talsverður álitshnekkir fyrir handknattleik á Spáni. Hætt er við að farið sé að hitna undir Jordi Ribera landsliðsþjálfara Spánar eftir tvö slök stórmót á einu ári, EM og HM, þótt vissulega hafi árangurinn verið góður á Ólympíuleikunum.

Eitt sæti laust í 8-liða úrslitum

Síðar í kvöld skýrist hvaða þjóðir leika í átta liða úrslitum í þeim hluta HM sem fram fer í Króatíu. Egyptar eru þegar vissir um sæti í átta liða úrslitum en það mun ráðast af úrslitum viðureignar Króata og Slóvena hvort Ísland eða Króatíu fylgja Egyptum eftir. Einnig er ekki hægt að fullyrða hvort Egyptar mæta Ungverjum eða Frökkum fyrr en leik Króata og Slóvena verður til lykta leiddur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -