Valur er kominn með aðra hönd á deildarmeistaratitilinn í handknattknattleik eftir sigur á Haukum, 29:23, í upphafsleik 19. umferðar Olísdeildar kvenna í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Valur hefur þar með 34 stig eftir 19 leiki. Fram, sem á leik við ÍR annað kvöld, er fjórum stigum á eftir og á þrjár viðureignir eftir ólokið. Haukar eru tveimur stigum á eftir Fram.
Skarð var fyrir skildi hjá Haukum að Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Sara Sif Helgadóttir gátu ekki tekið þátt. Sara Sif er meidd á hné og verður vikum saman frá keppni eins og handbolti.is sagði frá á dögunum. Án þeirra tveggja var róður Hauka þyngri en ella gegn þrautreyndu liði Vals sem tapaði fyrir Fram á laugardagskvöld. Ljóst var frá upphafi í kvöld að Valsliðið ætlaði ekki að tapa annarri viðureigninni í röð.
Varnarleikur Vals var öflugur frá upphafi og átti Haukaliðið í mestu erfiðleikum. Staðan var 15:9 að loknum fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik hélt Valsliðið í horfinu og vel það. Tíu mínútum fyrir leikslok var staðan, 24:16.
Sigurinn virtist í höfn en örlítil von kveiknaði þremur mínútum fyrir leikslok þegar Haukar minnkuðu muninn í þrjú mörk, 26:23. Hafði Valsliðið þá leikið þrjár sóknir í röð án marks en lét það ekki henda sig í framhaldinu og skoraði þrjú síðustu mörkin.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 7, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 7, Lovísa Thompson 4, Lilja Ágústsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3/2, Hildur Björnsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttirm 10, 33,3% – Silja Arngrímsdóttir Müller 3, 50%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/2, Sara Odden 5, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 5,38,5% – Margrét Einarsdóttir 4, 16%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.