- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Döhler fór á kostum

FH-ingarnir Phil Döhler og Ásbjörn Friðriksson léku báðir vel gegn Gróttu í dag. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Phil Döhler, markvörður FH, fór á kostum í sigurleik liðsins á Þór Akureyri í Olísdeild karla í handknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Hann varði 13 skot og var með 50% hlutfallsmarkvörslu í fmm marka sigri FH, 24:19. FH-liðið hefur þar með unnið sín fyrstu stig í deildinni á leiktíðinni. Nýliðar Þórs eru eftir sem áður án stiga.

FH-ingar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Forskot Hafnfirðinga var frá einu og upp í þrjú mörk þar til í blálokin. Staðan var 10:8, FH í vil að loknum fyrri hálfleik.

Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk og var markahæstur hjá FH eins og stundum áður. Jakob Martin Ásgeirsson var næstur með fjögur mörk.

Valþór Guðrúnarson var markahæstur Þórsara með sex mörk. Karolis Stropus og Sigurður Kristófer Skjaldarson voru næstir með þrjú mörk hvor.

Ásbjörn Friðirksson, fyrirliði FH, sækir að vörn Þórs í leiknum í Höllinni í kvöld. Mynd/Skapti Hallgrímsson
Jovan Kukobat, markvörður Þórs, átti einnig ágætan leik í kvöld, varði 14 skot sem gerði 38% hlutfallsmarkvörslu. Mynd/Skapti Hallgrímsson
Phil Döhler, markvörður FH, ver skot úr opnu færi frá Valþóri Guðrúnarsyni, leikmanni Þórs. Mynd/Skapti Hallgrímsson
Baráttan var oft mikil í leiknum í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Hér verjast FH-inga af festu árás Þórsara að vörninni. Mynd/Skapti Hallgrímsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -