Það styttist í að tímabilinu í Meistaradeild kvenna í handknattleik ljúki. Úrslitahelgi keppninnar, Final4, fer fram í Búdapest um næstu helgi. Í undanúrslitum mætast Vipers og Györ annars vegar og Esbjerg og FTC hins vegar. EHF hefur tilkynnt hvaða dómararpör dæma leikina sem fara fram í MVM Dome-höllinni í Búdapest en sú höll rúmar 20.022 áhorfendur.
Tatjana Prastalo og Vesna Balavan frá Bosníu dæma úrslitaleikinn. Þær eru mjög reynslumiklar og hafa dæmt átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Auk þess dæmdu þær bronsleikinn á EM kvenna í desember.
Dómarar og eftirlitsmenn á Final4
Laugardagur 3. júní:
Kl. 13.15, Györ – Vipers
Dómarar: Igor Covalciuc / Alexei Covalciuc – Norður Makedóníu.
Eftirlitsmenn: Jutta Ehrmann-Wolf – Þýskalandi og Tatjana Medved – Serbíu.
Kl. 16, FTC – Esbjerg
Dómarar: Ozren Backovic / Mirko Palackovic – Slóveníu.
Eftirlitsmenn: Paivi Mitrunen – Finnland og Carmen Manchado – Spáni.
Sunnudagur 4. júní:
Kl. 13.15, bronsleikur:
Dómarar: Pinar Unlu Hatipoglu / Mehtap Simsek – Tyrklandi.
Kl. 16, úrslitaleikur:
Dómarar: Tatjana Prastalo / Vesna Balvan – Bosníu.