- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni inn – Ómar Ingi út

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og Luis Frade. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Marokkó í dag á heimsmeistaramótinu frá leiknum við Alsír á laugardaginn. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, kemur inn í liðið í stað Ómars Inga Magnússon.


Þetta verður fyrsti leikur Donna á heimsmeistaramótinu. Auk Ómars Inga munu Kári Kristján Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson ekki taka þátt í leiknum í dag. Til viðbótar tekur Janus Daði Smárason ekki taka þátt í fleiri leikjum mótsins vegna meiðsla í öxl eins og greint var frá í gær.

Leikur Íslands og Marokkó verður lokaleikur Íslands í riðlakeppni HM og hefst hann klukkan 19.30 og verður í beinni útsendingu RÚV.

Hópurinn sem leikur gegn Marakkó í kvöld er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 35/1
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar 232/14
Bjarki Már Elísson, Lemgo 75/198
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 22/34
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 127/240
Magnús Óli Magnússon, Val 8/6
Elvar Örn Jónsson, Skjern 39/106
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 28/38
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 184/725
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 8/14
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 15/29
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 118/340
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 32/63
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 56/71
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 9/9
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 46/21

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -