- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dönsku liðin eru bæði úr leik – Vipers sneri við taflinu

Aniko Kovacsics í FTC frá Ungverjalandi féllu úr keppni á laugardaginn eftir síðari leikinn við CSKA. Mynd/EPA
- Auglýsing -

16-liða úrslitum í Meistaradeild kvenna í handknattleik lauk í dag með þremur leikjum. Í Frakklandi tók Brest á móti danska liðinu Esbjerg en heimaliðið var með vænlega stöðu eftir sex marka sigur í fyrri leiknum, 33:27. Esbjerg komst aðeins einu sinni yfir í leiknum í dag, 1:0 Eftir það tók heimaliðið öll völd á vellinum og fór með 8 marka forystu í hálfleik 19-11. Í seinni hálfleik var um sömu einstefnu að ræða hjá franska liðinu sem vann með þriggja marka mun, 30-27, og einvígið þar með samtals 63-54.

Einstefna í Rússlandi

Rostov-Don og Podravka áttust við í Rússlandi þar sem að gestirnir frá Króatíu sáu aldrei til sólar. Staðan í hálfleik var 24-11 Rostov-Don í vil. Gestirnir áttu engin svör í seinni hálfleik og munurinn jókst hægt og bítandi og leiknum lauk með 18 marka sigri rússneska liðsins, 42-24. Rostov Don vann samanlagt, 71-44. Þetta er stærsti sigur Rostov í Evrópukeppni og er liðið komið í 8-liða úrslit fjórða tímabilið í röð.

Spenna í Norðurlandaslag

Mesta spennan í dag var á milli Vipers og Odense en danska liðið vann fyrri leikinn með einu marki, 36-35. Norska liðið byrjaði leikinn betur og komust snemma í forystu. Þegar flautað var til hálfleiks var Vipers með fimm marka forystu, 19-14. Góður kafli hjá Odense í seinni hálfleik gerði það að verkum að þegar um tíu mínútur voru eftir náði liðið að minnka muninn niður í eitt mark, 24-23. Síðustu átta mínúturnar voru leikmönnum Odense erfiðar. Þeir áttu í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá Katrine Lunde, markverði Vipers. Danska liðið gerði aðeins tvö mörk á þessum átta mínútum og tapaði leiknum fyrir vikið, 30-26, og einvíginu þar með samtals 65-62.

Munurinn á liðunum í leiknum í dag lá að mestu í muninum á markvörslunni en Katrine Lunde átti stórleik í marki Vipers. Hún varði 18 skot en Althea Reinhardt markvörður Odense 12 skot.

Hér má sjá viðureignirnar í 8-liða úrslitum

Buducnost – Györ
Vipers – Rostov-Don
CSM Bukaresti – CSKA
Brest – Metz

Úrslit dagsins

Brest 30-27 Esbjerg (19-11) (Samtals 63-54)
Mörk Brest:
Ana Gros 7, Coralie Lassource 6, Djurdjina Jaukovic 4, Pauletta Foppa 3, Pauline Coatanea 3, Kalidiatou Niakate 2, Sladjana Pop-Lazic 2, Constance Mauny 1, Amandine Tisser 1, Tonje Loseth 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 5, Sandra Toft 5, Agathe Quiniou 4.
Mörk Esbjerg: Mette Tranborg 6, Marit Malm Frafjord 3, Marit Jacobsen 3, Soja Frey 3, Vilde Ingstad 3, Sanna Solberg 2, Nerea Pena 2, Annette Jensen 2, Kaja Nielsen 1, Kristine Breistol 1, Elma Halicevic 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 10.

Rostov-Don 42-24 Podravka (24-11) (Samtals 71-44)
Mörk Rostov:
Katarina Krpez 9, Milana Tazhenova 6, Iuliia Managarova 5, Vladlena Bobrovnikova 5, Anna Sen 4, Ksenia Makeeva 4, Anna Vyakhireva 3, Polina Kuznetsova 3, Grace Zaadi 2, Anna Lagerquist 1.
Varin skot: Galina Gabisova 4, Viktoriia Kalinina 3, Daria Tkacheva 1.
Mörk Podravka: Dejana Milosavljevic 7, Lea Franusic 3, Ana Turk 2, Anjea Beganovic 2, Lucija Jandrasic 2, Dijana Mugosa 2, Azenaide Carlos 2, Nikolina Zadravec 1, Elena Popovic 1, Ivona Mrden 1, Ana Buljan 1.
Varin skot: Magdalena Ecimovic 1.

Odense 26-30 Vipers (14-19) (Samtals 62-65)
Mörk Odense:
Jessica Da Silva 6, Lois Abbingh 5, Sara Hald 5, Freja Kyndboel 4, Nycke Groot 3, Mia Bidstrup 2, Anne de la Cour 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 12, Tess Wester 2.
Mörk Vipers: Linn Jorum Sulland 8, Henny Reistad 5, Vilde Jonassen 4, Hanna Yttereng 4, Jana Knedlikova 4, Emilie Arntzen 2, Sunniva Andersen 2, Marta Tomac 1.
Varin skot: Katrine Lunde 18.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -