Önnur umferð Meistaradeildar kvenna fer fram um helgina. Þar af eru sex leikir á dagskrá í dag. Athyglisverðasti leikur helgarinnar er án efa viðureign dönsku og frönsku meistaranna, Odense og Metz. Þá verður einnig boðið uppá Skandinavíuslag þegar Evrópumeistarar Vipers taka á móti sænsku meisturunum í Sävehof.
Leikir dagsins
A-riðill:
CSM Búkaresti – Rostov-Don | Laugardagur kl. 14.00 | Beint á EHFTV
- Per Johansson þjálfari Rostov þekkir vel til hjá CSM en hann hefur tvívegis verið þjálfari rúmenska liðsins á síðustu fimm árum.
- Johansson og Adi Vasile þjálfari CSM eru góðir vinir og hafa starfað saman í mörg ár, bæði hjá félagsliðum sem og með landslið Svartfjallalands.
- Cristina Neagu fyrirliði rúmenska liðsins hefur skorað 23 mörk í þeim þremur leikjum sem hún hefur mætt liði Rostov.
- CSM freistar þess að ná í sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en liðið tapaði fyrir Esbjerg, 22-21, í fyrstu umferðinni á meðan Rostov vann Brest, 24-22.
- Þessi leikur verður spilaður í Dinamo Arena þar sem að hefðbundinn heimavöllur CSM, Sala Polivalenta er upptekin.
- Rúmenska liðið skrifaði undir samning við Alexöndru Dindiligan til þess fylla skarð hollenska vinsti hornamannsins, Martine Smeets sem meiddist á hné á dögunum auk þess að Siraba Dembele sleit hásin.
FTC – Podravka | Laugardagur kl. 14.00 | Beint á EHFTV
- Podravka hefur aldrei tekist að vinn tvo fyrstu leikina í Meistaradeildini frá því á tímabilinu 1997/98.
- Sigur hjá FTC í þessum verður besta byrjun liðsins frá tímabilinu 2016/17.
- Ungverska liðið þarf aðeins fjóra sigurleiki í viðbót til þess að rjúfa 100 sigurleikjamúrinn.
- FTC hefur ekki tapað síðustu átta leikjum gegn Podravka. Sjö þeirra hafa unnist og einu sinni hefur orðið jafntefli.
Brest – Esbjerg | Laugardagur kl. 16.00 |Beint á EHFTV
- Esbjerg hefur aðeins einu einu tekist að byrja Meistaradeildina á tveimur sigurleikjum, tímabilið 2016/17.
- Aðeins sex af 18 sigurleikjum Esbjerg í Meistaradeildinni hafa verið á útivelli.
- Markvörðurinn Sandra Toft spilaði undir stjórn Jesper Jensen hjá Esbjerg á árunum 2017-2019 áður en hún skipti yfir til Brest frá Odense í sumar.
- Brest vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í vikunni þegar liðið lagði Merignac, 33-24, í frönsku 1. Deildinni. Esbjerg vann hinsvegar Holstebro, 40-28, í dönsku úrvalsdeildinni.
B-riðill:
Odense – Metz | 18.september kl. 14.00 | Beint á EHFTV
- Þessi lið mættust í Meistaradeildinni tímabilið 2018/19 og skildu jöfn í Danmörku, 19-19. Metz vann leikinn í Frakklandi, örugglega, 41-26.
- Odense hefur unnið alla leiki sína á þessu tímabili til þessa, einn í Meistaradeildinni og fjóra í dönsku úrvalsdeildinni.
- Um er að ræða fyrsta leik Metz í Meistaradeildinni á leiktíðinni en viðureigninni við CSKA sem fram átti að fara um síðustu helgi var frestað.
- Bæði lið eru í efsta sæti í sínum landsdeildum.
Vipers – Sävehof | Laugardagur kl. 16.00 | Beint á EHTV
- Þetta verður fyrsti leikur Vipers á heimavelli sínum í Meistaradeildinni frá því í janúar 2021. Vegna strangra sóttvarnareglna í Noregi varð liðið að leika alla heimaleiki sína utan Noregs síðari hluta síðasta tímabils.
- Liðin hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppnum.
Tveir markahæstu leikmenn fyrstu umferðar Meistaradeildar, Ragnhild Dahl leikmaður Vipers og Jamina Roberts leikmaður Sävehof mætast í þessum leik. Dahl skoraði 12 mörk og Roberts 10.
Krim – Györ | Laugardagur kl. 16.00 | Beint á EHFTV
- Györ er efst í B-riðli eftir öruggan sigur á Vipers í fyrstu umferð.
- Andrea Lekic sem gekk til liðs við Krim í sumar eftir 10 ára fjarveru mætir einu af sínum fyrrverandi liðum. Hún lék með Györ 2011-2013.
- Györ hefur unnið alla fjórtán leiki liðanna frá 2010 og hefur ekki tapað í 20 leikjum í röð gegn Krim, unnið sautján en þrisvar sinnum hefur orðið jafntefli.