Forráðamaður norska handknattleiksliðsins Drammen HK sagði að félaginu hafi verið hótað sekt frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, upp á jafnvirði 6,5 milljóna króna ef það neitaði að mæta ísraelska félagsliðinu í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik síðasta haust. Auk sektar átti félagið yfir höfði sér bann frá þátttöku á Evrópumótum félagsliða.
Ragnhild Larsen-Nyhus Haaning formaður Drammen sagði að afleiðingarnar af því að hundsa ísraelska liðið væri gjaldþrot.
Eins og handbolti.is sagði frá í haust, í frétt sem vakti ekki mikla athygli, var takmarkaður áhugi meðal forráðamanna og þjálfara Drammen að mæta ísraelska liðinu.
Úr varð að báðir leikir liðanna fóru fram í Drammen fyrir luktum dyrum. Ólafur Örn Haraldsson formaður dómaranefndar HSÍ var eftirlitsmaður EHF á leikjunum. Drammen vann báðar viðureignir með nokkrum mun.
Sjá einnig:
Íslendingalið í klemmu vegna leikja við ísraelskt félagslið – há sekt og leikbann
Leikið fyrir luktum dyrum í Drammen um helgina
Ísak skellti í lás í síðari hálfleik