- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dýrasta HM sögunnar – 2 milljónir fóru í skimun

Karlalandslið Íslands á HM 2021 í Egyptalandi. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir kostnað við þátttöku á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, vera hærri en við fyrri stórmót. Ástæða þess er fyrst tilkomin vegna þess ástands sem ríkir og hefur ríkt undanfarið ár vegna kórónuveirunnar.


Róbert segir viðbótarkostnað hlaupa á nokkrum milljónum króna frá fyrri stórmótum og hafi að verulegum hluta orðið til hér heima. „Við vorum með landsliðsmenn, þjálfara, lækni og sjúkraþjálfara í sóttkví á hóteli frá 2. janúar og þangað til við fórum til Egyptalands í 11. janúar. Kostnaður vegna skimunar er um tvær milljónir króna og ætli heildarkostnaður vegna sóttvarna sé ekki um þrjár milljónir,“ segir Róbert í samtali við handbolta.is. „Kaup á grímum og sóttvarnarspritti hleypur á hundruðum þúsunda, svo dæmi sé tekið,” segir Róbert undirstrikar að þessi kostnaður hafi skilað sér í að ekkert smit kom upp innan íslenska hópsins þann tíma sem hann dvaldi saman.


Til viðbótar segir Róbert að flugferðir séu dýrari nú en áður auk þess sem flóknara sé að fara á milli staða. Til að mynda þurfti hluti íslenska hópsins að fljúga frá Kaíró til Doha í Katar og þaðan til Kaupmannahafnar á heimleiðinni til þess að ná til Kastrup á innan við sólarhring áður en staðfesting vegna skimunar við brottför frá Egyptalandi rann út. Flug frá Kaíró og beint inn til Evrópu hefði þýtt næturgistingu fyrir hópinn og aðra skimun væntanlega til að komast áfram heim í gegnum Kastrup.

Aukakostnaður á mótsstað í Egyptlandi var enginn umfram það sem reiknað var með í áætlunum.
„Þegar litið er á heildarpakkann þá var hann hærri en fyrir önnur mót og er tilkominn vegna kórónuveirunnar. Hinsvegar fæ ég ekki betur séð en okkar fjárhagsáætlun vegna HM standist sem er fyrir öllu,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í samtali handbolta.is í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -