„Ég held að þessi leikur hafi boðið upp á allt. Góður varnarleikur og markvarsla hjá báðum liðum, mikill hraði og síðan mikil spenna í lokin. Ég fékk smá flassbakk frá fyrri leiknum í haust þegar við gerðum jafntefli á síðustu sekúndum við KA en í þetta skipti náðum við að vinna,“ sagði Sebastian Alexandersson þjálfari KA í samtali við samfélagsmiðla KA í kvöld eftir eins marks sigur HK á KA, 27:26, í KA-heimilinu í 14. umferð Olísdeildar karla.
„Við vorum heppnir að KA fór ekki í gang fyrr en í síðari hálfleik. Þetta hefur verið mikið erfiðara fyrir okkur ef þeir hefðu leikið fyrri hálfleikinn eins og þeir léku þann síðari,“ sagði Sebastian en HK var með sex marka forskot í hálfleik, 16:10.
Sebastian hættir þjálfun HK í vor en tilkynnt var í gærkvöld um ráðningu Halldórs Jóhanns Sigfússonar í stól þjálfara HK frá og með næsta tímabili.
„Ég ætla að skilja við liðið í efstu deild í vor,“ sagði Sebastian en lengra viðtal við hann er að finna hér fyrir neðan.