- Auglýsing -

Ég er mjög stoltur að hafa verið þjálfari Arons – hann er einn sá allra besti

- Auglýsing -


„Þegar annar eins leikmaður og Aron Pálmarsson ákveður að binda enda á feril sinn þá verðskuldar hann sannarlega að við mætum og tökum þátt í að hylla og hann gleðja,“ segir Xavier Pascual Fuertes þjálfari ungverska meistaraliðsins One Veszprém í viðtali við handbolta.is. Pascual er hér á landi með lið sitt til þess að leik við FH á föstudaginn í kveðjuleik Arons Pálmarssonar í Kaplakrika.

Á ekkert nema gott skilið

„Ég var svo lánsamur að hafa Aron í liði mínu hjá Barcelona í fjögur ár og aftur hjá Veszprém á síðasta tímabili. Aron er einfaldlega frábær leikmaður en ekki síður stórkostlegur persónuleiki sem á ekkert nema gott skilið,“ segir Pascual þegar handbolti.is hitti hann eftir eina af æfingum One Veszprém í Kaplakrika í vikunni.


Pascual er einkar alþýðlegur í framkomu og fasi og gaf sér góðan tíma til að ræða við handbolta.is. Er óhætt að segja að hann sé fyrirmynd minni spámanna í þjálfarastétt í þeim efnum eins og mörgu öðru.

Aron á það skilið að Krikinn verði fullur á föstudaginn

Einn sá allra besti

„Aron er einn allra besti leikmaður sem ég hef nokkurn tímann haft í mínu liði,“ segir Pascual sem hefur stýrt mörgum af bestu leikmönnum heims á ferlinum.

Aron Pálmarsson í leik með One Veszprém gegn SC Magdeburg á síðasta keppnistímabili. Ljósmynd/EPA

Fagmaður og öðrum til fyrirmyndar

„Geta Arons á leikvellinum og leikskilningur er einstök. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og öllum öðrum fyrirmynd utan vallar sem innan hvort sem það er fyrir samherja eða þá sem yngri eru og vilja ná langt. Fyrirmyndir felast ekki aðeins í fjölda titla heldur einnig hvernig tekist er á við mótlæti. Ég er mjög stoltur að hafa verið þjálfari Arons hluta af hans ferli,“ sagði Pascual ennfremur.

Vonumst eftir fjölmenni

„Ég vona að fólk fjölmenni á leikinn á föstudaginn og skemmti sér með báðum liðum og heiðri Aron. Við munum gera okkar besta til þess allir eigi góða kvöldstund saman í Kaplakrika.“

Auðvitað vil ég vinna síðasta leikinn minn

- Kveðjuleikur Arons hefst í Kaplakrika á föstudaginn kl. 18.30.
- Miðasala er á stubb.is.
- Nánari upplýsingar um dagskrá dagsins er að sjá í auglýsingunni hér fyrir neðan.

Ekki slegið slöku við

Pascual segir að dagarnir á Íslandi skipti miklu máli fyrir liðið. Hann er með 24 leikmenn með í för. Ekkert er slegið af við æfingar. Fyrsta æfingin í Kaplakrika í gær stóð yfir í tvo og hálfan tíma og tveggja tíma æfing stóð fyrir dyrum síðdegis. Svipuð dagskrá er fyrirhuguð í dag auk þess sem farið var á lyftingaæfingu síðdegis á þriðjudaginn eftir að hópurinn kom til landsins.

Xavier Pascual leggur leikmönnum línurnar í leik á síðasta tímabili. Ljósmynd/EPA

Aðeins er rúm vika þangað til One Veszprém leikur fyrsta leik sinn í ungversku úrvalsdeildinni auk þess sem Meistaradeild Evrópu hefst um miðjan næsta mánuð.

Sumarleyfinu er lokið

„Ég veit að leikmenn vilja fá meira frí til þess að skoða sig um hér á landi en það er einfaldlega ekki í boði. Við verðum að halda okkur að vinnu. Ég gaf mönnum lengra sumarfrí í sumar en áður. Undirbúningur okkar hófst ekki fyrr en 3. ágúst. Þá lauk fríi manna og vinnan tók við,“ sagði segir Xavier Pascual Fuertes í viðtali við handbolta.is.

Xavi Pascual og Aron Pálmarsson á æfingu hjá Barcelona 2020. Mynd/Barcelona
Xavier Pascual Fuertes er 57 ára gamall Katalóníumaður og fyrrverandi leikmaður Barcelona, CD Ademar León og fleiri spænskra handknattleiksliða frá 1986 til 2005. Hann er sannarlega einn allra snjallasti handknattleiksþjálfari síðustu 20 ára.
Hann var þjálfari Barcelona frá 2009 til 2021 og varð 11 sinnum spænskur meistari, jafnoft bikarmeistari. Undir stjórn Pascual varð Barcelona þrisvar Evrópumeistari, 2011, 2015 og 2021 og fimm sinnum heimsmeistari félagslið auk þess sem One Veszprém vann þá keppni síðata haust með Pascual við stjórvölin.
Pascual hætti hjá Barcelona 2021 vegna ágreinings við stjórnendur félagsins um leiðir. Hann tók þá við Dinamo Búkarest og stýrði liðinu þrjú ár til sigurs í rúmensku deildinni. Í vor vann hann ungverska meistaratitilinn með One Veszprém. Pascual tók við One Veszprém sumarið 2024.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -