- Auglýsing -

Egyptalandsfararnir hafa verið valdir

- Auglýsing -


Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev þjálfarar 19 ára landsliðs karla hafa valið þá 16 leikmenn sem þeir ætla að tefla fram á heimsmeistaramótinu sem hefst í Kaíró í Egyptalandi miðvikudaginn 6. ágúst. Fimmtán af sextán leikmönnum sem skipuðu liðið sem hafnaði í 2. sæti á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í upphafi mánaðarins eru í HM-hópnum.


Eina breytingin er sú að Stefán Magni Hjartarson hornamaður úr Aftureldingu kemur inn í stað Egils Jónssonar úr Haukum. Stefán Magni hefur jafnað sig af þungu höfuðhöggi í fjórðu viðureign Aftureldingar og Vals í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Tveir æfingaleikir

Heimir sagði við handbolta.is í dag að undirbúningur væri kominn á fulla ferð. Í næstu viku standi fyrir dyrum tveir æfingaleikir, annar gegn Fram en hinn við FH.

Íslenska landsliðið verður í riðli með Brasilíu, Gíneu og Sádi Ararbíu á HM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli, en þeir eru átta, komast áfram í milliriðla en tvö þau neðri leika um forsetabikarinn.

HM-hópur 19 ára landsliðs karla

Markverðir:
Jens Sigurðarson, Val.
Sigurjón Bragi Atlason, Aftureldingu.
Aðrir leikmenn:
Dagur Árni Heimisson, KA.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Bessi Teitsson, Gróttu.
Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV.
Stefán Magni Hjartarson, Aftureldingu.
Haukur Guðmundsson, Aftureldingu.
Garðar Ingi Sindrason, FH.
Daníel Montoro, Val.
Andri Erlingsson, ÍBV.
Dagur Leó Fannarsson, Val.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Ingvar Dagur Gunnarsson, FH.
Marel Baldvinsson, Fram.
Hrafn Þorbjarnarson, Val.

Þjálfarar:
Heimir Ríkarðsson.
Maksim Akbachev.
Markmannsþjálfari:
Roland Eradze.
Liðsstjóri:
Magnús Kári Jónsson.
Sjúkraþjálfari:
Andrés Kristjánsson.

Ísland í fjögurra heimsálfu riðli á HM 19 ára landsliða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -