- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EHF staðfestir að Ísland verður í efri flokki þegar dregið verður í HM-umspil

Landsliðskonurnar bíða vafalaust spenntar eftir að komast því hver verður mótherji þeirra í umspilsleikjum HM 2025. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki heimsmeistaramóts kvenna í Vínarborg á morgun áður en úrslitaleikir Evrópumóts kvenna í handknattleik. Ísland hefur aldrei áður verið í efri flokknum þegar dregið er í umspil fyrir HM kvenna.


Nöfn þjóðanna verða dregin saman upp úr tveimur skálum. Það sem fyrr kemur upp á heimaleik í fyrri umferð umspilsins. Vegna þess er ekki öruggt að liðin úr flokki 1 eigi heimaleikinn í síðari umferð umspilsins.

Flokkur 1: Svíþjóð, Svartfjallaland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland, Ísland, Færeyjar.

Flokkur 2: Norður Makedónía, Króatía, Tyrkland, Serbía, Potúgal, Úkraína, Slóvakía, Ísrael, Ítalía, Kósovó, Litáen.

Leikir í apríl

Fyrri umferð umspilsins verður 9. og 10. apríl. Síðari umferðin 12. og 13. apríl (pálmasunnudagur).

Þegar dregið var í umspilsleikina fyrir HM 2023 var Ísland í flokki 2 eftir að hafa unnið landslið Ísraels tvisvar sinnum í forkeppni síðla árs 2022. Ísland dróst síðan á móti Ungverjalandi í umspilinu og tapaði í apríl 2023. Vegna athyglisverðs árangurs þá fékk Ísland ásamt Sviss boð, wild card, til þátttöku á HM.

Handbolti.is ætlar að fylgjast með framvindunni þegar dregið verður í Vínarborg á morgun.

HM kvenna fer fram í Hollandi og Þýskalandi frá 27. nóvember til 14. desember á næsta ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -