„Við eigum að klára leikinn betur en við gerðum í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir annar þjálfari Hauka eftir þriggja marka sigur á Stjörnunni í kaflaskiptum leik liðanna í Olísdeild kvenna í Hekluhöllinni í Garðabæ í dag, 32:29.
Haukar byrjuðu illa og sagði Díana varnarleikinn ekki hafa veirð nógu góðan og í reynd hafi sú verið raunin einnig á köflum í síðari hálfleik. Tvö stig í safnið var engu að síður niðurstaðan hjá liðinu sem hefur í mörg horn að líta næstu daga, bæði í deildinni og í Evrópubikarkeppninni um næstu helgi.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Lengra viðtal við Díönu er að finna í myndskeiði hér fyrir neðan. Þar segir Díana frá Söru Sif Helgadóttur sem hefur verið frá síðan í byrjun vetrar vegna meiðsla.