Einar Þorsteinn Ólafsson verður í fyrsta sinn í leikmannahópi Íslands í kvöld þegar landsliðið mætir Slóvenum í þriðja og síðasta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik. Sveinn Jóhannsson verður þar með utan liðs í stað Einars Þorsteins. Haukur Þrastarson verður áfram utan hópsins eins og í viðureigninni við Kúbumenn á laugardagskvöld.
Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19.30 í Zagreb Arena. Handbolti.is verður með textalýsingu beint í keppnishöllinni.
Þetta verður 17. landsleikur Einars Þorsteins og um leið hans fyrsti leikur í lokakeppni HM. Einar Þorsteinn tók þátt í EM fyrir ári.
Íslenski hópurinn gegn Slóvenum:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (277/25).
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock (64/1).
Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson, Veszprém (174/677).
Bjarki Már Elísson, Veszprém (122/411).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (16/5).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (54/118).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (83/195).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (64/147).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (90/153).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (46/139).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (20/60).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (80/221).
Teitur Örn Einarsson, Vfl Gummersbach (40/41).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig (63/182).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (96/40).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (9/19).