- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einn sigur á heimavelli – rúmensku meistararnir standa vel að vígi

Leikmemnn franska liðsins Brest Bretagne fagna góðum sigri á FTC í Búdapest á laugardaginn. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Aðeins ein viðureign af fjórum í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar sem fram fór um helgina vannst á heimavelli. Þýska meistaraliðið Bietigheim lagði Ikast, 29:27, á heimavelli. Ungversku liðin DVSC Schaeffler og FTC auk slóvensku meistaranna Krim Ljubljana verða að snúa við taflinu í síðari umferðinnni á útivelli ef þau ætla ekki að kveðja keppnina. Ljóst er að róður leikmanna Krim verður þungur.

Sigurliðin í fyrstu umferð útsláttarkeppninar taka sæti í átta liða úrslitum ásamt tveimur efstu liðum riðlakeppninnar sem sátu yfir um helgina og um þá næstu.

Tvö síðustu mörkin

Bietigheim skoraði tvö síðustu mörk leiksins á heimavelli í sigri á Ikast, 29:27, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 14:13. Xenia Smits skoraði átta mörk fyrir Bietigheim, þar á meðal 29. og síðasta markið. Karolina Kudlacz-Gloc var næst með fimm mörk. Ingvild Kristiansen Bakkerud var atkvæðamest hjá Ikast með sjö mörk. Markéta Jerábková skoraði fimm sinnum.

Lysa Tchaptchet Defo leikmaður Vipers Kristiansand fagnar sigri í Debrecen í Ungverjalandi. Ljósmynd/EPA

Abbingh átti stórleik

Hollenska handknattleikskonan Lois Abbingh átti stórleik fyrir Evrópumeistara þriggja síðustu ára, Vipers Kristiansand, þegar liðið vann DVSC Schaeffler naumlega, 29:28, í Debrecen í Ungverjalandi. Abbingh skoraði 13 mörk. Anna Vyakhireva skoraði sjö mörk. Nina Szabó skoraði sex mörk fyrir DVSC Schaeffler og Jovana Jovic, Alexandra Töpfner og Szimonetta Planeta skoruðu fimm mörk hver í þessum jafna leik.

Neagu og Glauser fóru á kostum

Cristina Neagu fór fyrir rúmenska meistaraliðinu CSM Búkarest í sex marka sigri liðsins í heimsókn til Krim Ljubljana í Slóveníu, 30:24. Hún skoraði níu mörk og lék vörn Krim hvað eftir annað afar grátt. CSM var með sex marka forskot í hálfleik, 18:12. Óhætt er að segja að liðið standi afar vel að vígi fyrir síðari viðureignina sem fram fer í Búkarest á laugardaginn.

Auk Neagu fór Laura Glauser, markvörður, á kostum. Hún varði 16 skot, 43%. Stóðu leikmenn Krim á tíðum ráðþrota gegn franska landsliðsmarkverðinum.

Daria Dmitrieva skoraði skoraði sjö sinnum fyrir Krim og Jovanka Radicevic í sex skipti.

Brest kom á óvart

Franska liðið Brest Bretagne kom mörgum á óvart með því að fara með sigur heim í farteskinu frá Búdapest, 30:28. Þótt að á ýmsu hafi gengið hjá FTC á tímabilinu reiknuðu flestir með að liðið myndi vinna heimaleikinn gegn Brest. Leikmenn franska liðsins voru á öðru máli. FTC var marki yfir í hálfleik en mátti gefa eftir í síðari hálfleik.

Jenny Helen Carlson leikmaður Brest Bretagne sækir að vörn FTC. Hún skoraði fimm mörk í leiknum. Ljósmynd/EPA

Valeriia Maslova skoraði níu mörk fyrir Brest og Jenny Helen Carlson fimm. Andrea Lekic skoraði níu fyrir FTC og var markahæst. Antje Malenstein var næst með fimm mörk.

Svo kann að fara að tvö frönsk félagslið verði í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.

Síðari leikirnir 23. og 24. mars:
Vipers - DVSC Schaeffler (29:28) - laugardagur.
Ikast - Bietigheim (27:29) - sunnudagur.
CSM Búkarest - Krim Ljubljana (30:24) - sunnudagur.
Brest Bretagne - FTC (Ferencváros) (30:28) - sunnudagur.
- Györ, Metz, Odense Håndbold og Team Esbjerg mæta til leiks í átta liða úrslitum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -