- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einn utan hóps í kvöld

Óskar Ólafsson leikmaður Drammen í Noregi. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen, verður ekki í leikmannahópnum sem mætir Litháen í kvöld í undankeppni EM í handknattleik í Laugardalshöll. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari tilkynnti fyrir stundu hvaða 16 menn hann teflir fram í leiknum sem er sá fyrsti hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM2022.

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar 229/13
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold 17/0
Vinstra horn:
Orri Freyr Þorkelsson, Haukar 0/0
Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 5/15
Vinstri skytta:
Magnús Óli Magnússon, Valur 5/5
Aron Pálmarsson, FC Barça 148/576
Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH 30/9
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern Håndbold 34/87
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 45/64
Janus Daði Smárason, Göppingen 45/64
Hægri skytta:
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 46/129
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart 10/17
Hægra horn:
Óðinn Þór Ríkharðsson, Tvis Holstebro 13/42
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergischer Handball Club 113/327
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT-Melsungen 51/67
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Necker Löwen 41/18

Leikurinn hefst kl. 19.45 og verður leikið án áhorfenda. RÚV sýnir leikinn í beinni útsendingu. Handbolti.is verður einnig á staðnum og mun gera leiknum skil eins og kostur verður á.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -