- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert hik á Bjarka Má og félögum – eiga sæti í átta liða úrslitum

Dan Emil Racotea og félagar í Wisla Plock höfðu ekki erindi sem erfiði gegn PSG í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla lauk í kvöld. Þar með liggur ljóst fyrir hvaða lið mætast í átta liða úrslitum. Leikirnir fara fram 24. apríl og 1. maí.


Í átta liða úrslitum mætast:
Montpellier – THW Kiel.
Industria Kielce – Magdeburg.
Telekom Veszprém – Aalborg Håndbold.
PSG – Barcelona.

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk í fimm skotum þegar Telekom Veszprém vann Pick Szeged, 39:32 á heimavelli og samanlagt með 14 marka mun í viðureignunum tveimur 76:62. Leikmenn Veszprém voru með tögl og hagldir frá upphafi til enda í slag tveggja sterkustu félagsliða í ungverskum karlahandknattleik.

Telekom Veszprém hefur 24 sinnum komist átta liða úrslit í Meistaradeild Evrópu en aldrei unnið keppnina.

Frakklandsmeistarar PSG lögu Wisla Plock í hörkuleik í París, 34:33 og samalagt 64:59. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -