- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu

Daníel Þór Ingason. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Áfram heldur sigurganga Balingen-Weilstetten í 2. deildinni í handknattleik í Þýskalandi en með liðinu leika Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson. Balingen vann næst neðsta lið deildarinnar, Wölfe Würzburg í kvöld með fjögurra marka mun á útivelli, 30:26, í níundu umferð. Balingen hefur þar með áfram fullt hús stiga.


Daníel Þór skoraði þrú mörk, átti tvær stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli. Oddur skoraði tvö mörk en geigaði á þremur vítaköstum sem er harla óvenjulegt.

Gengur á afturlöppunum

Ekki gengur eins vel hjá Empor Rostock sem Hafþór Már Vignisson og Sveinn Andri Sveinsson leika með. Liðið rekur lestina í deildinni og því miður syrti frekar en hitt í álinn í kvöld með þriggja marka tapi á heimavelli fyrir Potsdam, 31:28. Sveinn Andri skorað tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Hafþór Már átti eitt markskot sem rataði ekki í rétta leið.

Góður sigur hjá Coburg

Coburg sem Tumi Steinn Rúnarsson leikur með vann góðan sigur á Dormagen á útivelli, 29:24, og situr í sjöunda sæti með 11 stig eftir níu leiki. Tumi Steinn gekkst undir aðgerð vegna kviðslits á dögunum og var skiljanlega ekki með í kvöld.


Úrslit annarra leikja í kvöld:
Elbflorenz – Ludwigshafen 23:29.
Essen – Lübbecke 30:27.
Grossewallstadt – Eintracht Hagen 33:35.
Hüttneberg – Konstanz 26:28.
Lübeck Schwartau – Bietigheim 29:28.
Nordhorn – Dessauer 26:33.

Staðan:

Standings provided by Sofascore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -