- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki í boði að slaka á í leik á heimavelli

- Auglýsing -


„Ég vil fá alvöru leik og sigur,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla spurður hvað hann vilji fá út úr leiknum gegn Grikkjum í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Laugardalshöll á morgun, laugardag.


„Eftir úrslitin í gær [sigur Georgíu á Bosníu, 28:26 – innsk.blm] þá tryggir sigur á morgun okkur keppnisrétt á EM. Þeim mun fyrr sem sá áfangi er í höfn því betra,“ segir Snorri Steinn ennfremur sem krefst þess að leikmenn íslenska liðsins leiki eins vel og þeim er mögulegt.

Full höll af fólki

„Því ofar, þeim mun betra. Við verðum að leika á heimavelli fyrir framan fulla höll af áhorfendum við lið sem er lakara en við. Á heimavelli er bara ekki boði að slaka á. Heimaleikirnir og tíminn sem við höfum til að vinna saman er skammur. Þess vegna verður að nýta tímann til hins ítrasta,“ segir Snorri Steinn sem er ekkert í sjöunda himni með fyrri viðureignina við Grikki eftir að hann hefur krufið frammistöðuna til mergjar.

„Ef við hefðum verið að leika gegn sterkara liði er ég viss um að okkur hefði verið refsað harkalega fyrir margt sem miður tókst hjá okkur,“ segir Snorri Steinn og nefnir m.a. atriði í varnarleiknum.

Aron ekki með – óbreyttur hópur

Snorri Steinn segir ennfremur að sömu 16 leikmenn leiki fyrir hönd Íslands í leiknum á morgun og voru með í viðureigninni Chalkida á miðvikudagskvöld. Engin von er til þess að fyrirliðinn Aron Pálmarsson verði með. Hann er meiddur.

Lengra viðtal er við Snorra Stein í myndskeiði hér fyrir ofan.

Leikur Íslands og Grikklands fer fram í Laugardalshöll á morgun, laugardag. Viðureignin hefst klukkan 16. Uppselt er á leikinn.

A-landslið karla – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -