- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Elín Klara áfram markahæst í Svíþjóð

- Auglýsing -

Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikstjórnandi IK Sävehof, er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar líkt og hún hefur verið undanfarnar vikur. Elín Klara er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og er óhætt að segja að atvinnumannsferillinn fari vel af stað hjá henni.

Elín Klara hefur skorað 82 mörk í tólf leikjum og er markahæst ásamt þeim Melissu Petrén hjá IF Hallby og Söruh Carlström hjá IFK Kristianstad.

Á toppnum í deildinni

Auk þess að vera markahæst hefur Elín Klara einnig gefið 19 stoðsendingar og er í 30. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn úrvalsdeildarinnar.

IK Sävehof er á toppnum í deildinni eftir sigur á HK Aranäs í gærkvöldi. Þar fór Elín Klara á kostum og skoraði sjö mörk ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar.

Elín Klara innsiglaði sigurinn í Kungsbacka

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -