- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Klara er markahæst – Hildur Lilja er næst á eftir

Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, t.v. Mynd/Olísdeildin
- Auglýsing -

Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum er lang markahæst í Olísdeild kvenna þegar hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna sem hefst 29. nóvember. Elín Klara hefur skorað 75 mörk í níu leikjum en hún tók ekki þátt í viðureign Hauka og Aftureldingar á síðast föstudag. Hún hefur þar með skorað 8,3 mörk að jafnaði í leik til þessa.


Næst á eftir Elínu Klöru er Hildur Lilja Jónsdóttir sem gekk til liðs við Aftureldingu í sumar frá KA/Þór. Hildur Lilja hefur skorað 63 mörk. Skammt á eftir henni er annað liðsmaður nýliða Olísdeildar, ÍR-ingurinn Karen Tinna Demian með 61 mark. Karen Tinna hefur eins og Elín Klara leikið níu af tíu leikjum síns liðs.

Hildur Lilja Jónsdóttir, Aftureldingu, gerir sig líklega til þess að kasta boltanum að marki Vals í leik á dögunum. Mynd/Raggi Óla

Birna hæst að meðaltali

Þegar litið er eingöngu til meðaltals þá er Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, efst á blaði. Hún fór mikinn í fyrstu fimm leikjum ÍBV og skoraði 46 mörk, eða 9,3 mörk að meðaltali í leik. Birna meiddist í hné í leik við ÍR í fimmtu umferð og hefur því miður ekkert leikið síðan með ÍBV. Hún verður vonandi klár í slaginn þegar flautað verður til leiks á ný í Olísdeildinni í lok fyrstu viku nýs árs.

Hér fyrir neðan er finna lista yfir þær sem skorað hafa 30 mörk eða fleiri í fyrstu 10 umferðum Olísdeildar kvenna.

Nafn:félag:mörk:
Elín Klara ÞorkelsdóttirHaukum75
Hildur Lilja JónsdóttirAftureldingu63
Karen Tinna DemianÍR61
Embla SteindórsdóttirStjörnunni56
Lena Margrét ValdimarsdóttirFram56
Þórey Anna ÁsgeirsdóttirVal53
Eva Björk DavíðsdóttirStjörnunni51
Alfa Brá Oddsdóttir HagalínFram50
Sara Dögg HjaltadóttirÍR50
Nathalia Soares BalianaKA/Þór47
Thea Imani SturludóttirVal47
Birna Berg HaraldsdóttirÍBV46
Inga Dís JóhannsdóttirHaukum45
Helena Rut ÖrvarsdóttirStjörnunni42
Sunna JónsdóttirÍBV41
Þórey Rósa StefánsdóttirFram41
Lydía GunnþórsdóttirKA/Þór39
Harpa María FriðgeirsdóttirFram37
Anna Karen HansdóttirStjörnunni32
Hanna Karen ÓlafsdóttirÍR32
Hildigunnur EinarsdóttirVal32
Susan Ines GamboaAftureldingu32
Elín Rósa MagnúsdóttirVal30
Elísa ElíasdóttirÍBV30

Tengt efni:

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Rúnar hefur skorað flest mörk – Guðmundur er skammt á eftir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -