- Auglýsing -

Elín Rósa getur mætt Val í fyrsta Evrópleiknum með Blomberg-Lippe

- Auglýsing -


Íslandsmeistarar Vals og Evrópubikarmeistarar kvenna mæta hollensku meisturunum JuRo Unirek VZV frá Hollandi í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar í handknattleik í lok september og í byrjun október. Fyrri viðureignin verður í Hollandi en sú síðari á Hlíðarenda ef liðin kjósa að fara þá leið. Takist Val að komast áfram mætir liðið Blomberg-Lippe frá Þýskalandi.


Með Blomberg-Lippe leika m.a. Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir sem gekk til liðs við félagið frá Val í sumar. Svo kann því að fara að fyrsti Evrópuleikur Elínar Rósu með nýjum samherjum verði gegn sínum fyrrverandi liðsfélögum sem hún varð Íslands- og Evrópubikarmeistari með í vor.

Blomberg-Lippe situr yfir í 1. umferð forkeppninnar þegar Valur og JuRo Unirek VZV eigast við.

Sigurliðin í annarri umferð forkeppninnar komast í riðlakeppni Evrópudeildar, 16-lið, sem fer af stað eftir áramót.

Blomberg-Lippe komst í undanúrslit Evrópudeildar á síðustu leiktíð, einnig í þýsku bikarkeppninni og lék til úrslita við Ludwigsburg um þýska meistaratitilinn á vormánuðum.

Eftirtalin lið drógust saman í 1. umferðina:

Molde Elite (NOR) – Skara HF (SWE).
Armada Praxis Yalikavakspor SK (TUR) – HH Elite (DEN).
Motherson Mosonmagyaróvári KC (HUN) – O.F.N. Ionias (GRE).
SPONO Eagles (SUI) – Rauða Stjarnan (SRB).
Hypo Niederösterreich (AUT) – CS Rapid Bucuresti (ROU)
LC Brühl Handball (SUI) – GC Amicitia Zürich (SUI)
IK Sävehof (SWE) – Sport Lisboa e Benfica (POR)
ES Besançon Féminin (FRA) – DHK Baník Most (CZE)


Handbolti.is fylgdist með í textalýsingu þegar dregið var í Evrópukeppni félagsliða í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -