- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Rósa leikur í Þýskalandi næstu tvö ár

Elín Rósa Magnúsdóttir leikur með Blomberg-Lippe á næstu leiktíð. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Elín Rósa Magnúsdóttir hefur gert tveggja ára samning við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe frá og með komandi sumri. HSG Blomberg er sem stendur í 4.sæti í þýsku 1. deildinni. Auk þess er liðið komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Fyrir eru hjá Blomberg-Lippe landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen.


Elín Rósa kom til Vals árið 2019 frá Fylki og hefur verið í afar mikilvægu hlutverki í sigursælu liði Vals undanfarin ár en það hefur m.a. orðið Íslandsmeistari tvö síðustu ár. Hún var valin besti sóknarmaður Olísdeildar leiktíðina 2023/2024.

Undanfarin tvö ár hefur Elín Rósa leikið með landsliðinu og alls 28 landsleiki sem hún hefur skoraði í 55 mörk og tekið þátt í tveimur síðustu stórmótum, HM 2023 og EM 2024.

„Ég er ótrúlega spennt fyrir að flytja út og einbeita mér að handboltanum að fullu. Tíminn hjá Val hefur verið frábær, umgjörðin og allt í kringum félagið er frábært og mér hefur liðið ótrúlega vel á Hlíðarenda. Nú einbeiti ég mér af því að klára þetta tímabil með stæl,“ segir Elín Rósa í tilkynningu frá Val. 

Elín Rósa verður fimmta íslenska handknattleikskonan til þess að leika með Blomberg Lippe. Auk Andreu og Díönu Daggar voru Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir með liði félagsins frá 2011 til 2013. 
Blomberg er í Norðurrín-Vestfalíu (þýska: Nordrhein-Westfalen) sem er fjórða stærsta sambandsland Þýskalands en það fjölmennasta.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -