- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elísa tognaði á ökkla – óvíst hvort meiðslin eru alvarleg

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði, og Alfa Brá Hagalín huga að Elísu Elíasdóttur eftir að hún meiddist á ökkla í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Landsliðskonan öfluga Elísa Elíasdóttir meiddist á hægri ökkla á síðustu mínútu sigurleiks Íslands á Ísrael í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld, 39:27. Í hraðaupphlaupi rakst Elísa, sem ekki var með boltann, utan í eina af liðskonum ísraelska liðsins, með þeim afleiðingum að hún tognaði á hægri ökkla.


Tinna Jökulsdóttir, þrautreyndur sjúkraþjálfari kvennalandsliðsins, skoðaði ökklann á Elísu um leið og bjó um hann.

Ekki var ljóst í kvöld hvort um alvarleg meiðsli er að ræða en framundan er þétt dagskrá leikja hjá Elísu og stöllum hennar hjá Val, úrslitakeppni Olísdeildar, þar sem Valur situr reyndar yfir, auk úrslitaleikja í Evrópudeildinni. Væntanlega skýrist ástandið á ökkla Elísu á morgun.

Uppfært 10. apríl: Elísa er ekki í leikmannahópnum sem tekur þátt í síðari leiknum.

Steinunn Björnsdóttir fyrirliði og Tinna Jökulsdóttir sjúkraþjálfari styðja Elísu af leikvelli. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Sjá einnig:

„Ég átti von á hverju sem er“

„Ég er stolt af liðinu“

Stórsigur við sérstæðar aðstæður

Umspil HM kvenna: Leikjadagskrá og úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -