- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn er helsta spurningamerkið

Elvar Örn Jónsson veifar til áhorfenda fyrir leik við Færeyinga í Laugardalshöll í nóvember. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Helsta spurningamerkið í leikmannahópnum eins og staðan er í dag er Elvar Örn [Jónsson]. Hann meiddist á kviðvöðva undir lok nóvember og hefur síðan ekki leikið með Melsungen og mun að öllum líkindum ekki leika með liðinu í þeim leikjum sem eru eftir á árinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti um val á 20 leikmönnum til æfingar og undirbúnings fyrir Evrópumótið í handknattleik sem hefst í Þýskalandi 10. janúar.

Lykilmaður um árabil

„Elvar Örn hefur verið lykilmaður landsliðsins um árabil enda sterkur leikmaður, fjölhæfur og getur leyst margar stöður, jafnt í vörn sem sókn. Einnig er hann góður hraðaupphlaupsmaður. Meiðsli hans hafa áhrif á valið og gerir að verkum að ég vel 20 leikmenn í æfingahópinn,“ sagði Snorri Steinn sem segir meiðsli Elvars Arnar ekki eiga að trufla undirbúninginn sem hefst 27. desember.

Elvar Örn er vongóður um að verða með á EM

Einar Þorsteinn Ólafsson er í 20 manna æfingahópnum fyrir EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Staðan tekin 27. desember

„Við tökum stöðuna á Elvari þegar við byrjum að æfa 27. desember og vinnum út frá henni,“ bætti landsliðsþjálfarinn við á a og bætti við að ekki síst í ljósi meiðsla Elvars Arnar hafi hann valið Einar Þorstein Ólafsson leikmann danska úrvalsdeildarliðsins Frederica HK. Einar lék sína fyrstu landsleiki gegn Færeyingum í byrjun nóvember í Laugardalshöll.

Skiptir máli

„Einar hefur leikið vel með Fredericia auk þess sem hann kom vel inn í verkefnið við Færeyinga. Í ljósi meiðsla Elvars Arnar skiptir máli að hafa Einar Þorstein til taks,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari.

Gríðarlega mikilvægur enda mjög góður í handbolta

Forkeppni ÓL er fyrsta markmiðið – þarf framúrskarandi árangur

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -