- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn og Arnar Freyr leika um brons í Hamborg

Elvar Örn Jónsson leikmaður MT Melsungen og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson og samherjar í MT Melsungen leika um bronsverðlaun í Evrópudeildinni í handknattleik á morgun. Þeir töpuðu fyrir Flensburg í framlengdum háspennuleik í undanúrslitum í Hamborg í dag, 35:34.


THW Kiel og Montpellier mætast í síðari undanúrslitaleiknum í Barclays Arena í Hamborg sem hefst klukkan 16. Dagur Gautason er leikmaður franska liðsins.

Elvar Örn skoraði sex mörk fyrir MT Melsungen en Arnar Freyr ekkert. Timo Kastening var markahæstur með átta mörk og stórskyttan Dainis Kristopans var næstur með sex mörk.

Emil Jacobsen skoraði níu mörk fyrir Flensburg. Landi hans, Niclas Kirkeløkke skoraði sex mörk. Þriðji Daninn, Kevin Møller varði vel í marki Flensburg, alls 18 skot.

Staðan var jöfn eftir 60 mínútna leik, 28:28. Flensborgarliðið hafði frumkvæðið í framlengingunni. Leikmenn Melsungen fengu tækifæri til þess að jafna í miklum darraðardans sem stigin var á síðustu mínútunni en allt kom fyrir ekki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -