Enginn riðill á þessu Evrópumeistaramóti hefur boðið uppá eins marga óvænta hluti sem gerir stöðuna í honum fyrir þriðju umferðina í kvöld þannig að enginn hefði getað spáð fyrir um það fyrir viku síðan.
Króatar hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðlum en það hafa þeir ekki gert frá árinu 2010. Sagan er þeim þó ekki hliðholl, því þegar þeir tryggðu sér sæti í milliriðlum 2010 töpuðust allir leikir eftir það.
Hollendingar, Serbar og Ungverjar mæta til leiks í dag óvissir um örlög sín. Heimsmeistarar Hollands eru í erfiðustu stöðunni, hafa örlögin í eigin höndum. Á sama tíma geta Serbar staðið uppi sem sigurvegarar í riðlinum og tekið fjögur stig með sér í milliriðla. Þeir geta líka endað neðstir í riðlinum og farið heim.
Serbía – Króatía | kl 17.15 | Beint á RÚV2
Dómarar: Karina Christiansen / Line Hesseldal Hansen (Danmörku)
- Serbía verður að krækja í það minnsta í jafntefli í þessum leik til þess að ná sæti í milliriðlinum. Ef Serbar tapa þurfa þeir að treysta á að Ungverjar tapi ekki gegn Hollendingum.
- Króatar hafa 4 stig og eru öruggir áfram en ætla sér að fara taplausir í gegnum riðilinn og komast í vænlega stöðu í keppni um sæti í undanúrslitum.
- Tea Pijevic, markvörður Króata, var lykilinn að sigri liðsins á Hollendingum þar sem hún varði 15 skot.
- Erkifjendurinir hafa aðeins mæst þrisvar sinnum áður. Króatar hafa unnið tvisvar en Serbar einu sinni.
Holland – Ungverjaland | kl 19.30 | Beint á EHFTV.com
Dómarar: Charlotte Bonaventura / Julie Bonaventura (Frakklandi)
- Hollenska liðið verður að vinna þennan leik og gerist það kemst liðið áfram óháð úrslitum úr hinum leiknum.
- Ungverjar geta komist áfram þrátt fyrir tap ef að Serbar tapa gegn Króötum. En sigur eða jafntefli tryggir þeim hins vegar sæti í milliriðlum óháð öðrum úrslitum.
- Sagan er með Ungverjum í leikjunum á milli þessara liða. Ungverjar hafa unnið sjö sinnum en Hollendingar í fjögur skipti.
- Ef hollenska liðinu mistekst að komast áfram í milliriðlana þá þýðir það að bæði heimsmeistarar karla og kvenna komast ekki áfram í milliriðla á Evrópumeistaramóti. Danir sátu eftir á EM karla í janúar á þessu ári.
- Eftir flotta frammistöðu sína í leiknum gegn Serbíu er hin ungverska Szandra Szöllösi-Zacsik búin að skora flest mörk í mótinu ásamt hinni norsku Camillu Herrem, ef frá eru talin mörk úr vítaköstum, 12 talsins.