- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Hver sekúnda skiptir máli í uppgjörinu

Bojana Popovic t.v. tók í dag við af Kim Rasmussen sem þjálfari kvennlandsliðs Svartfellinga í handknattleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hver sekúnda mun skipta máli í leikjunum A-riðils Evrópumóts kvenna í lokaumferðinni í dag. Í fyrri leik dagsins í Jyske Bank Boxen í Herning fer fram viðureign Svartfjallalands og Slóveníu. Bæði þessi lið hafa tapað sínum leikjum til þessa og því er þetta úrslitaleikur um það hvort liðið kemst áfram í milliriðla.

Hinn leikur dagsins í A-riðli verður á milli Frakka og Dana en þessar þjóðir berjast um sigurinn í riðlinum og um leið hvor fer áfram með fjögur stig í milliriðlakeppnina.

Svartfjallaland – Slóvenía | kl 17.15 | Beint á EHFTV.com
Dómarar:
Vania Sa / Marta Sa (Portúgal)

  • Þar sem Svartfellingar eru með betri markatölu þá dugar þeim jafntefli til þess að komast áfram í milliriðla.
  • Á fimm síðustu Evrópumeistaramótum hefur Svartfellingum ávallt tekist að komast í milliriðlakeppnina. Slóvenum hefur hins vegar ekki tekist það síðan á EM 2004.
  • Ef Slóvenar vinna í dag þá verður það þriðji tapleikur Svartfjallalands í röð í lokakeppni EM en það hefur ekki gerst frá árinu 2014.
  • Slóvenar og Svartfellinar hafa sýnt slakasta sóknarleikinn á mótinu. Svartfellingar hafa skorað 42 mörk í tveimur leikjum og verið með 50% sóknarnýtingu. Slóvenar hafa aðeins skorað 40 mörk og eru með 47% sóknarnýtingu.
  • Svartfjallaland hefur unnið allar fjórar viðureignir þessara liða til þessa.

Frakkland – Danmörk | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar:
 Cristina Nastase / Simona-Raluca Stancu (Rúmeníu)

  • Sú staðreynd að Frakkar hafa aðeins fengið á sig 40 mörk og Danir 42 mörk á sig í þeim tveimur leikjum sem búnir eru gera þessi lið að bestu varnarliðum keppninar.
  • Með sigri Frakka í dag verður það sjötti sigurleikur þeirra í röð á EM og þar með jöfnun á eigin meti.
  • Leikurinn í dag er sá sjötugasti hjá Frökkum á Evrópumeistaramótin. Aðeins sex aðrar þjóðir hafa náð þeim áfanga. Danir eru ein þessara þjóða. Danir hafa spilað 92 leiki á EM, unnið 60 þeirra og eru því með 65,2% sigurhlutfall.
  • Siraba Dembele, leikmaður franska landsliðsins í kvöld, verður næst leikjahæsti leikmaður í sögu EM. Framundar er hennar 49. leikur í lokakeppni EM. Hin norska Karoline Dyhre Breivang er leikjahæst í sögu EM með 52 leiki.
  • Þjóðirnar hafa mæst nítján sinnum áður. Danir hafa unnið tólf þeirra en aðeins fjórir sigranna hafa verið í lokakeppni EM.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -